Ímyndunaraflið vex með Hubelino

Kúlubrautirnar frá Hubelino eru meira en bara leikföng — þær eru verkfæri sem hjálpa börnum að skilja og móta heiminn. Vörurnar frá Hubelino útvíkka og styrkja greiningarhæfileika barna og þjálfa leikni þeirra, og hvetja þau til að einbeita sér í leik í lengri tíma.

Maurarnir Anton og Lísa vísa veginn, börnin eru hvött til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og stækka sjóndeildarhringinn. Með hverjum kubbi sem þau leggja, uppgötva börnin fleiri leiðir til að tengja og byggja flóknari byggingar. Það eru ótalmargar leiðir til að setja saman spennandi brautir — fjörið á sér nær engan enda! Með hverjum kassa fylgja leiðbeiningar til að setja saman grunnbrautir, en litlir arkitektar geta leyft ímyndunaraflinu að leiða för og byggt brautir með sköpunargleðina eina að leiðarljósi.

 

Þau hjá Hubelino leggja mikla áherslu á umhverfisvernd, og framleiða allar vörur sínar í heimalandi sínu, Þýskalandi. Funshine er stolt af því að geta boðið upp á umhverfisvænar, endingargóðar vörur sem eru framleiddar í Þýskalandi og eru 100% samræmdar við kubba sem framleiddir eru af öðrum. Kubbarnir eru úr hágæða ABS plasti sem tryggir að börnin þín munu njóta þeirra um árabil.

 


Verðlaun

German Brand Award 2017
Framúrskarandi vörumerkjastjórnun iðngreinar: Börn & leikföng

Plus X Award 2016
Fyrir mikil gæði og hönnun vörunnar

Comenius Award 2015
“uppeldisfræðilega, þemalega og hönnunarlega framúrskarandi”