Funshine var stofnað árið 2009 af Kristínu Stefánsdóttur iðjuþjálfa. Úrval endurskinsmerka hjá Funshine hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá en fyrsta endurskinsmerki Funshine var Ísland sem í fyrstu fékkst einungis í nokkrum litum en úrval lita fjölgaði fljótlega og eru margar tegundir í boði í dag. Ísland er enn eitt vinsælasta endurskinsmerki Funshine enda hæfir það fólki á öllum aldri, ferðamönnum og Íslendingum.

Funshine selur fjölbreytt úrval endurskinsmerkja og allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi: endurskinsmerki eða skínandi fylgihlut sem eykur sýnileika í skammdeginu.

  • Því fleiri endurskinsmerki sem þú notar því betur sést þú í myrkri ef að ljósi er beint að þér!
  • Það er gott að hafa í huga að við notkun endurskinsmerkja getur þú minnkað líkurnar á að verða fyrir bíl um 85%.
  • Ökumaður bíls sem keyrir með háu ljósin kveikt sér gangandi vegfaranda með endurskinsmerki í 300 m fjarlægð en vegfaranda án endurskinsmerkja í 50 m fjarlægð!

Það eiga allir að geta fundið endurskinsmerki eða skínandi fylgihlut sem fellur í kramið. Annars vegar endurskinsmerki/skínandi fylgihlut sem allir taka eftir eða hins vegar endurskinsmerki/skínandi fylgihlut sem að fellur alveg að stíl viðkomandi. Þitt er valið!

Endursöluaðilar

  • A4
  • Akureyrarapótek
  • Amma Mús
  • Apótek Mos
  • Álafoss í Mosfellsbæ
  • Epal
  • Fjallakofinn
  • Krabbameinsfélagið
  • Landnámssýning
  • Listasafn Reykjavíkur
  • Lyfja
  • Safnabúð Þjóðminjasafnsins
  • Securitas
  • Spilavinir
  • Storkurinn
  • Útilíf

Funshine

Nafn: Kristín Stefánsdóttir
Heimilisfang: Bugðutangi 30
Kennitala: 010173-2999
Símanúmer: 618-4108
VSK númer: 103402

Ég er meira fyrir „Less is more“, en því er alveg öfugt farið með endurskinsmerki, þá er ég „More is More“.

Kristín Stefánsdóttir, Funshine

Það hefur alltaf hrifið mig með endurskinsmerki hvað svona lítill hlutur getur skipt miklum sköpum — bjargað mannslífum!

Kristín Stefánsdóttir, Funshine